Innlent

Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði eftir tillögum frá almenningi og fyrirtækjum um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur um komandi sparnaðarleiðir.

Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðarmót verði ekki samið fyrir þann tíma. Formaður Kennarasambandsins mætir til okkar í myndver og fer yfir stöðuna í deilunni.

Þá skoðum við hvað verður um flugeldaruslið eftir áramótin, heyrum frá blaðamannafundi um árásina í New Orleans, kíkjum í svokallaða kuldaþjálfun í Nauthólsvík í beinni og hittum nýjan þjálfara karlaliðs Hauka í körfubolta.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 1830.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×