Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 3. janúar 2025 12:02 Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar