„Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 08:49 Hildur Björnsdóttir telur málið vera stjórnsýsluklúður frá a til ö. Vísir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð. „Þetta er eitthvað stærsta klúður sem við höfum verið að fást við,“ sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt og ritað um byggingu stórrar vöruskemmu við Álfabakka 2 sem liggur afar nálægt fjölbýlishúsi við Árskóga og skyggir verulega á íbúðir. Málið verður fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar í hádeginu í dag en Sjálfstæðismenn í borginni hyggjast þar leggja fram tillögu um að innri endurskoðun taki stjórnsýslu málsins til rannsóknar. Hildur segist heyra ríka kröfu íbúa í Árskógum, og líka íbúum í Breiðholti almennt, um að skemman verði rifin. „Þeim er bara mjög misboðið yfir þessu máli og þessari furðulegu atburðarás og ég get að mörgu leyti tekið undir þær tilfinningar, að maður sé verulega ósáttur við vinnubrögðin í þessu máli. Vegna þess að ég sem kjörinn fulltrúi, sitjandi í skipulagsráði, fékk ekki tækifæri til að átta mig á því hvers konar uppbygging væri að fara að eiga sér þarna stað og taka afstöðu til hennar,“ segir Hildur. Málið sé agalegt frá a-ö. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst alvega agalegt fyrir íbúana sem eru með þetta græna gímald fyrir augunum á hverjum degi á heimili sínu.“ Hildur var spurð hvort það væri raunhæft að láta rífa húsið, án afleiðinga. „Það myndi hafa auðvitað verulegann kostnað í för með sér fyrir borgina, ég myndi telja að borgin yrði bótaskyld gagnvart þeim aðila sem byggði þetta hús og á það,“ svaraði Hildur. Húsið er í fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsinu við Árskóga. Á móti fjölbýlishúsinu er aðeins grænn veggur sem íbúar horfa á og eru ósáttir við. Þá skyggir húsið einnig á fjölbýlishúsið.Vísir/Vilhelm Lögmaður sem gætir hagsmuna Búseta segir í samtali við Morgunblaðið í dag að leiða megi rök að annmarkarnir hafi verið við veitingu byggingarleyfis sem geri það að verkum að borginni sé heimilt að afturkalla leyfið á grundvelli stjórnsýslulaga. Hildur segist ekki geta séð annað en að ábyrgðin sé alltaf hjá borginni sem ber að fara yfir gögn og veita leyfið. „Ég tek undir að það er erfitt að sjá að starfsemin sem á að fara fram í húsinu rúmist innan skipulags,“ segir Hildur. Alltaf kostnaðarsamt fyrir borgina óháð niðurstöðu Það hafi verið vendipunktur í málinu þegar lóðinni var úthlutað sumarið 2023. „Þá kemur mjög skýrt fram að þetta sé verslunar og þjónustulóð. Það var ekki hægt að upplýsa okkur í borgarráði um það hvaða starfsemi myndi fara þarna fram, það var ennþá trúnaður um það. Núna sjáum við að þarna á að vera kjötvinnsla og ég hef velt því upp hvort að starfsemi af þeim toga eigi ekki miklu frekar heima á athafnasvæði, til dæmis við höfn eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Arnar Það eigi að hennar mati ekki aðeins við um kjötvinnsluna heldur fyrirhugaða starfsemi húsnæðisins almennt, vöruhús og þess háttar sem tekur við vörum öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi hávaðamengun fyrir íbúa í nágrenninu. Þá segist Hildur einnig finna til með atvinnurekendum sem margir hafi átt erfitt með að fá lóðir í Reykjavík undir sína starfsemi, en fái í þessu tilfelli á sig mjög neikvæða umræðu um sína starfsemi. Hildur segist hafa skilning á kergju íbúa og gagnrýnir málflutning meirihlutans í borginni í málinu. Það sé að hennar mati ljóst, að málið geti dregið dilk á eftir sér og reynst gríðalega kostnaðarsamt fyrir borgina. Aðspurð segir hún að það gæti jafnvel kostað einhverja milljarða ef til þess kemur að byggingin verði rifin eða færð annað, enda sjái hún ekki annað en að borgin muni þurfa að standa straum af öllum tilheyrandi kostnaði við það. Vöruskemman hefur stundum verið kölluð græna gímaldiðVísir/Vilhelm „Sama hver lausnin verður að þá hefur hún alltaf einhvern kostnað í för með sér fyrir borgina,“ segir Hildur. „Sérkennileg stjórnsýsla“ á skrifstofu borgarstjóra „Það sérkennilega við þetta mál er nefnilega það að þegar lóðinni er úthlutað þarna sumarið 2023 þá er ákveðinn vendipunktur í málinu vegna þess að í framhaldinu fáum við í skipulagsráði engar upplýsingar um framgang málsins. Það sem gerist er að skrifstofa borgarstjóra tekur málið yfir. Það er óvenjulegt,“ segir Hildur. Teikningarnar hafi komið inn á skrifstofu borgarstjóra þar sem starfrækt sé Athafnaborgin svokallaða, þar sem lóðum er úthlutað og atvinnuuppbygging oft skipulögð á þeim vettvangi. Það sé síðan byggingarfulltrúi sem veitir leyfið sem slíkt. Hildur segist hafa fengið upplýsingar um að samskipti hafi verið við skrifstofu borgarstjóra og upplýsingar veittar þangað um hvernig þetta myndi liggja. Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í Reykjavík þar til í janúar 2024 þegar Einar Þorsteinsson tók við embættinu.Vísir/Vilhelm „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sérkennileg stjórnsýsla,“ segir Hildur. Af þessum sökum telur Hildur borgarstjóra bera ákveðna ábyrgð í málinu. „Mér hefði þótt eðlilegt að borgarstjóri hefði bara mætt í kaffi til þessara íbúa og borið þetta allt saman augum sjálfur. Og mér hefur fundist ákveðin hortugheit í þessu máli og mörgum öðrum sem koma upp gagnvart íbúum. Það gerist oft hjá fólki sem hefur verið við völd mjög lengi, að það fjarlægir sig fólkinu,“ segir Hildur. Hún sé hissa að nýr borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, hafi ekki „tæklað þetta mál öðruvísi.“ Bæði Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, hafa sagt málið hafa komið þeim nokkuð í opna skjöldu og þau hafi ekki áttað sig á hvernig byggingin myndi líta út. Dóra Björt þáði ekki boð um að koma í viðtal um málið á Bítinu í morgun. Málið verður til umræðu á fundi borgarstjórnar í hádeginu í dag. Þar muni borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að innri endurskoðun borgarinnar fari ofan í saumana á málinu og geri stjórnsýsluúttekt á málinu. „Það þarf auðvitað að skoða þetta af því þetta má ekki endurtaka sig,“ segir Hildur. Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira
„Þetta er eitthvað stærsta klúður sem við höfum verið að fást við,“ sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt og ritað um byggingu stórrar vöruskemmu við Álfabakka 2 sem liggur afar nálægt fjölbýlishúsi við Árskóga og skyggir verulega á íbúðir. Málið verður fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar í hádeginu í dag en Sjálfstæðismenn í borginni hyggjast þar leggja fram tillögu um að innri endurskoðun taki stjórnsýslu málsins til rannsóknar. Hildur segist heyra ríka kröfu íbúa í Árskógum, og líka íbúum í Breiðholti almennt, um að skemman verði rifin. „Þeim er bara mjög misboðið yfir þessu máli og þessari furðulegu atburðarás og ég get að mörgu leyti tekið undir þær tilfinningar, að maður sé verulega ósáttur við vinnubrögðin í þessu máli. Vegna þess að ég sem kjörinn fulltrúi, sitjandi í skipulagsráði, fékk ekki tækifæri til að átta mig á því hvers konar uppbygging væri að fara að eiga sér þarna stað og taka afstöðu til hennar,“ segir Hildur. Málið sé agalegt frá a-ö. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst alvega agalegt fyrir íbúana sem eru með þetta græna gímald fyrir augunum á hverjum degi á heimili sínu.“ Hildur var spurð hvort það væri raunhæft að láta rífa húsið, án afleiðinga. „Það myndi hafa auðvitað verulegann kostnað í för með sér fyrir borgina, ég myndi telja að borgin yrði bótaskyld gagnvart þeim aðila sem byggði þetta hús og á það,“ svaraði Hildur. Húsið er í fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsinu við Árskóga. Á móti fjölbýlishúsinu er aðeins grænn veggur sem íbúar horfa á og eru ósáttir við. Þá skyggir húsið einnig á fjölbýlishúsið.Vísir/Vilhelm Lögmaður sem gætir hagsmuna Búseta segir í samtali við Morgunblaðið í dag að leiða megi rök að annmarkarnir hafi verið við veitingu byggingarleyfis sem geri það að verkum að borginni sé heimilt að afturkalla leyfið á grundvelli stjórnsýslulaga. Hildur segist ekki geta séð annað en að ábyrgðin sé alltaf hjá borginni sem ber að fara yfir gögn og veita leyfið. „Ég tek undir að það er erfitt að sjá að starfsemin sem á að fara fram í húsinu rúmist innan skipulags,“ segir Hildur. Alltaf kostnaðarsamt fyrir borgina óháð niðurstöðu Það hafi verið vendipunktur í málinu þegar lóðinni var úthlutað sumarið 2023. „Þá kemur mjög skýrt fram að þetta sé verslunar og þjónustulóð. Það var ekki hægt að upplýsa okkur í borgarráði um það hvaða starfsemi myndi fara þarna fram, það var ennþá trúnaður um það. Núna sjáum við að þarna á að vera kjötvinnsla og ég hef velt því upp hvort að starfsemi af þeim toga eigi ekki miklu frekar heima á athafnasvæði, til dæmis við höfn eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Arnar Það eigi að hennar mati ekki aðeins við um kjötvinnsluna heldur fyrirhugaða starfsemi húsnæðisins almennt, vöruhús og þess háttar sem tekur við vörum öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi hávaðamengun fyrir íbúa í nágrenninu. Þá segist Hildur einnig finna til með atvinnurekendum sem margir hafi átt erfitt með að fá lóðir í Reykjavík undir sína starfsemi, en fái í þessu tilfelli á sig mjög neikvæða umræðu um sína starfsemi. Hildur segist hafa skilning á kergju íbúa og gagnrýnir málflutning meirihlutans í borginni í málinu. Það sé að hennar mati ljóst, að málið geti dregið dilk á eftir sér og reynst gríðalega kostnaðarsamt fyrir borgina. Aðspurð segir hún að það gæti jafnvel kostað einhverja milljarða ef til þess kemur að byggingin verði rifin eða færð annað, enda sjái hún ekki annað en að borgin muni þurfa að standa straum af öllum tilheyrandi kostnaði við það. Vöruskemman hefur stundum verið kölluð græna gímaldiðVísir/Vilhelm „Sama hver lausnin verður að þá hefur hún alltaf einhvern kostnað í för með sér fyrir borgina,“ segir Hildur. „Sérkennileg stjórnsýsla“ á skrifstofu borgarstjóra „Það sérkennilega við þetta mál er nefnilega það að þegar lóðinni er úthlutað þarna sumarið 2023 þá er ákveðinn vendipunktur í málinu vegna þess að í framhaldinu fáum við í skipulagsráði engar upplýsingar um framgang málsins. Það sem gerist er að skrifstofa borgarstjóra tekur málið yfir. Það er óvenjulegt,“ segir Hildur. Teikningarnar hafi komið inn á skrifstofu borgarstjóra þar sem starfrækt sé Athafnaborgin svokallaða, þar sem lóðum er úthlutað og atvinnuuppbygging oft skipulögð á þeim vettvangi. Það sé síðan byggingarfulltrúi sem veitir leyfið sem slíkt. Hildur segist hafa fengið upplýsingar um að samskipti hafi verið við skrifstofu borgarstjóra og upplýsingar veittar þangað um hvernig þetta myndi liggja. Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í Reykjavík þar til í janúar 2024 þegar Einar Þorsteinsson tók við embættinu.Vísir/Vilhelm „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sérkennileg stjórnsýsla,“ segir Hildur. Af þessum sökum telur Hildur borgarstjóra bera ákveðna ábyrgð í málinu. „Mér hefði þótt eðlilegt að borgarstjóri hefði bara mætt í kaffi til þessara íbúa og borið þetta allt saman augum sjálfur. Og mér hefur fundist ákveðin hortugheit í þessu máli og mörgum öðrum sem koma upp gagnvart íbúum. Það gerist oft hjá fólki sem hefur verið við völd mjög lengi, að það fjarlægir sig fólkinu,“ segir Hildur. Hún sé hissa að nýr borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, hafi ekki „tæklað þetta mál öðruvísi.“ Bæði Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, hafa sagt málið hafa komið þeim nokkuð í opna skjöldu og þau hafi ekki áttað sig á hvernig byggingin myndi líta út. Dóra Björt þáði ekki boð um að koma í viðtal um málið á Bítinu í morgun. Málið verður til umræðu á fundi borgarstjórnar í hádeginu í dag. Þar muni borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að innri endurskoðun borgarinnar fari ofan í saumana á málinu og geri stjórnsýsluúttekt á málinu. „Það þarf auðvitað að skoða þetta af því þetta má ekki endurtaka sig,“ segir Hildur.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira