Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2025 13:40 Veitingahúsið Flame í Katrínartúni hefur nú þurft að greiða starfsmönnum fjórtán milljónir króna í vangoldin laun og réttindi. Vísir/Egill Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum þrjár og hálfa milljón króna í vangoldin laun samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Greiðslurnar koma til viðbótar við meira en tíu milljónir sem staðurinn hafði áður greitt starfsmönnunum eftir afskipti stéttarfélags. Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) stefndi veitingahúsinu Flame í Katrínartúni fyrir héraðsdómi fyrir hönd starfsmannanna sem töldu sig eiga inni vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóm í málinu á mánudag og féllst á allar kröfur Matvís, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins. Flame þarf að greiða starfsmönnunum þremur þrjár og hálfa milljóna króna auk dráttarvaxta samkvæmt dómnum. Staðurinn hafði áður greitt þeim 10,5 milljónir króna eftir að Matvís gekk á eigendur hans árið 2022. Alls hefur Flame því þurft að greiða starfsmönnunum fjórtán milljónir króna vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Forsaga málsins er sú að Matvís fékk upplýsingar um að starfsmenn Flame hefðu ekki fengið greitt eftir kjarasamningum og lögum sumarið 2022. Starfsmenn vinnueftirlits Matvís heimsóttu staðinn og sögðust hafa upplýst um umfangsmikil brot á starfsfólki. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Matvís bótaskylt vegna þessarar eftirlitsheimsóknar í október. Taldi dómurinn að fulltrúar stéttarfélagsins hefðu bakað eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk til þess að hætta í vinnunni jafnvel þótt talið hefði verið sannað að það fengi ekki greidd laun í samræmi við lög. Matvís segir í tilkynningu sinni nú að Héraðsdómur Reykjaness hafi staðfest að starfsfólk Flame hafi verið í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) stefndi veitingahúsinu Flame í Katrínartúni fyrir héraðsdómi fyrir hönd starfsmannanna sem töldu sig eiga inni vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóm í málinu á mánudag og féllst á allar kröfur Matvís, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins. Flame þarf að greiða starfsmönnunum þremur þrjár og hálfa milljóna króna auk dráttarvaxta samkvæmt dómnum. Staðurinn hafði áður greitt þeim 10,5 milljónir króna eftir að Matvís gekk á eigendur hans árið 2022. Alls hefur Flame því þurft að greiða starfsmönnunum fjórtán milljónir króna vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Forsaga málsins er sú að Matvís fékk upplýsingar um að starfsmenn Flame hefðu ekki fengið greitt eftir kjarasamningum og lögum sumarið 2022. Starfsmenn vinnueftirlits Matvís heimsóttu staðinn og sögðust hafa upplýst um umfangsmikil brot á starfsfólki. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Matvís bótaskylt vegna þessarar eftirlitsheimsóknar í október. Taldi dómurinn að fulltrúar stéttarfélagsins hefðu bakað eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk til þess að hætta í vinnunni jafnvel þótt talið hefði verið sannað að það fengi ekki greidd laun í samræmi við lög. Matvís segir í tilkynningu sinni nú að Héraðsdómur Reykjaness hafi staðfest að starfsfólk Flame hafi verið í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins.
Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06