Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 20:00 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira