Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Veginum var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni.
Þannig voru björgunarsveitir í Borgarbyggð kallaðar út vegna ferðafólks sem hafði ekið út af veginum. Bjarga þurfti tveimur sem voru fastir á þaki bílsins í vatni.