Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 21:26 Blinken er utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Marco Rubio tekur við ráðuneyti hans þegar Donald Trump tekur við á mánudaginn. Vísir/EPA Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira
Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira