Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 21:26 Blinken er utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Marco Rubio tekur við ráðuneyti hans þegar Donald Trump tekur við á mánudaginn. Vísir/EPA Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira