Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 21:26 Blinken er utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Marco Rubio tekur við ráðuneyti hans þegar Donald Trump tekur við á mánudaginn. Vísir/EPA Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira