Minni útkoma verður á vestanverðu landinu.
Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands er fólk hvatt til að sýna aðgát í dag og ferðalöngum bent á að fylgjast með veðri og færð. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar.
Veður þetta er til komið vegna lægðar sem liggur suður af landinu og fer hægt norðaustur og síðar austur. Þá er hæð yfir Norðaustur-Grænlandi og verður vindur norðlægari á morgun og nokkuð hvass.
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að von sé á versnandi veðri, hríð með blindu og almennri ófærð suðaustanlands í dag. Það sama gæti verið upp á tengingnum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í dag. Þa geti aðstæður á Öxnadalsheiði iversnað hratt um miðjan dag.
Veðurspá veðurstofunnar:
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og austan 10-18 m/s í dag, en 18-25 syðst á landinu. Snjókoma á Austfjörðum og síðar einnig norðaustanlands, en slydda eða rigning suðaustantil. Úrkomulítið á vestanverðu landinu, en snjókoma, slydda eða rigning með köflum síðdegis. Hiti kringum frostmark seinnipartinn. Hvessir norðantil í kvöld.
Norðaustan 13-20 á morgun. Snjókoma norðan- og austanlands, en að mestu þurrt annars staðar. Víða vægt frost, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina.
Á mánudag:
Norðaustan 13-20 m/s með snjókomu norðan- og austanlands, en að mestu þurrt annars staðar. Vægt frost, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðanátt, hæg breytileg átt seinnipartinn. Skýjað með köflum og stöku él norðaustantil fram eftir degi. Kólnandi veður.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, víða bjartviðri og kalt, en dálítil él og hiti um eða yfir frostmarki við suðvestur- og vesturströndina.