Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 11:02 Brian Deck, forstjóri JBT Marel, Árni Sigurðsson, aðstoðarforstjóri JBT Marel og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, þegar bjöllunni var hringt á fyrsta degi viðskipta með bréf í JBT Marel. nasdaq iceland Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. Í yfirliti sem Seðlabankinn hefur birt segir að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á milli ára og minni sveiflur verið á gengi krónunnar en undanfarin ár. Stöðugleiki hafi einkennt gjaldeyrismarkaðinn lengst af eða þar til í ágúst, þegar gengið lækkaði, en í september hafi krónan tekið að styrkjast. Sú þróun hafi haldið áfram fram undir lok árs. Greip einu sinni inn í Seðlabankinn hafi einu sinni gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 milljarða króna í febrúar, til að bregðast við innflæði erlends fjármagns í ríkisskuldabréf. Vaxtamunur við útlönd hafi áfram verið nokkur og erlendir aðilar hafi keypt meira af innlendum ríkisskuldabréfum en árið á undan. Lífeyrissjóðir hafi áfram verið umfangsmiklir kaupendur gjaldeyris og kaup þeirra hafi aukist lítillega milli ára. Hrein staða framvirkra gjaldmiðlasamninga viðskiptabanka hafi lækkað yfir árið í heild. Stór yfirtaka hafði áhrif Viðskipti í tengslum við yfirtökutilboð John Bean Technologies, JBT, á Marel hafi haft áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á árinu, en yfirtakan hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Ríkissjóður hafi tvívegis gefið út skuldabréf í evrum á árinu, samtals að fjárhæð 800 milljónir evra og vaxtaálag á erlendar skuldabréfaútgáfur ríkissjóðs og viðskiptabankanna hafi lækkað. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi numið 886 milljörðum króna í árslok eða 20 prósent af vergri landsframleiðslu. Íslenska krónan JBT Marel Kaup og sala fyrirtækja Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23 JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Í yfirliti sem Seðlabankinn hefur birt segir að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á milli ára og minni sveiflur verið á gengi krónunnar en undanfarin ár. Stöðugleiki hafi einkennt gjaldeyrismarkaðinn lengst af eða þar til í ágúst, þegar gengið lækkaði, en í september hafi krónan tekið að styrkjast. Sú þróun hafi haldið áfram fram undir lok árs. Greip einu sinni inn í Seðlabankinn hafi einu sinni gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 milljarða króna í febrúar, til að bregðast við innflæði erlends fjármagns í ríkisskuldabréf. Vaxtamunur við útlönd hafi áfram verið nokkur og erlendir aðilar hafi keypt meira af innlendum ríkisskuldabréfum en árið á undan. Lífeyrissjóðir hafi áfram verið umfangsmiklir kaupendur gjaldeyris og kaup þeirra hafi aukist lítillega milli ára. Hrein staða framvirkra gjaldmiðlasamninga viðskiptabanka hafi lækkað yfir árið í heild. Stór yfirtaka hafði áhrif Viðskipti í tengslum við yfirtökutilboð John Bean Technologies, JBT, á Marel hafi haft áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á árinu, en yfirtakan hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Ríkissjóður hafi tvívegis gefið út skuldabréf í evrum á árinu, samtals að fjárhæð 800 milljónir evra og vaxtaálag á erlendar skuldabréfaútgáfur ríkissjóðs og viðskiptabankanna hafi lækkað. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi numið 886 milljörðum króna í árslok eða 20 prósent af vergri landsframleiðslu.
Íslenska krónan JBT Marel Kaup og sala fyrirtækja Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23 JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23
JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49