Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 11:02 Brian Deck, forstjóri JBT Marel, Árni Sigurðsson, aðstoðarforstjóri JBT Marel og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, þegar bjöllunni var hringt á fyrsta degi viðskipta með bréf í JBT Marel. nasdaq iceland Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. Í yfirliti sem Seðlabankinn hefur birt segir að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á milli ára og minni sveiflur verið á gengi krónunnar en undanfarin ár. Stöðugleiki hafi einkennt gjaldeyrismarkaðinn lengst af eða þar til í ágúst, þegar gengið lækkaði, en í september hafi krónan tekið að styrkjast. Sú þróun hafi haldið áfram fram undir lok árs. Greip einu sinni inn í Seðlabankinn hafi einu sinni gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 milljarða króna í febrúar, til að bregðast við innflæði erlends fjármagns í ríkisskuldabréf. Vaxtamunur við útlönd hafi áfram verið nokkur og erlendir aðilar hafi keypt meira af innlendum ríkisskuldabréfum en árið á undan. Lífeyrissjóðir hafi áfram verið umfangsmiklir kaupendur gjaldeyris og kaup þeirra hafi aukist lítillega milli ára. Hrein staða framvirkra gjaldmiðlasamninga viðskiptabanka hafi lækkað yfir árið í heild. Stór yfirtaka hafði áhrif Viðskipti í tengslum við yfirtökutilboð John Bean Technologies, JBT, á Marel hafi haft áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á árinu, en yfirtakan hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Ríkissjóður hafi tvívegis gefið út skuldabréf í evrum á árinu, samtals að fjárhæð 800 milljónir evra og vaxtaálag á erlendar skuldabréfaútgáfur ríkissjóðs og viðskiptabankanna hafi lækkað. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi numið 886 milljörðum króna í árslok eða 20 prósent af vergri landsframleiðslu. Íslenska krónan JBT Marel Kaup og sala fyrirtækja Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23 JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í yfirliti sem Seðlabankinn hefur birt segir að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á milli ára og minni sveiflur verið á gengi krónunnar en undanfarin ár. Stöðugleiki hafi einkennt gjaldeyrismarkaðinn lengst af eða þar til í ágúst, þegar gengið lækkaði, en í september hafi krónan tekið að styrkjast. Sú þróun hafi haldið áfram fram undir lok árs. Greip einu sinni inn í Seðlabankinn hafi einu sinni gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 milljarða króna í febrúar, til að bregðast við innflæði erlends fjármagns í ríkisskuldabréf. Vaxtamunur við útlönd hafi áfram verið nokkur og erlendir aðilar hafi keypt meira af innlendum ríkisskuldabréfum en árið á undan. Lífeyrissjóðir hafi áfram verið umfangsmiklir kaupendur gjaldeyris og kaup þeirra hafi aukist lítillega milli ára. Hrein staða framvirkra gjaldmiðlasamninga viðskiptabanka hafi lækkað yfir árið í heild. Stór yfirtaka hafði áhrif Viðskipti í tengslum við yfirtökutilboð John Bean Technologies, JBT, á Marel hafi haft áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á árinu, en yfirtakan hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Ríkissjóður hafi tvívegis gefið út skuldabréf í evrum á árinu, samtals að fjárhæð 800 milljónir evra og vaxtaálag á erlendar skuldabréfaútgáfur ríkissjóðs og viðskiptabankanna hafi lækkað. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi numið 886 milljörðum króna í árslok eða 20 prósent af vergri landsframleiðslu.
Íslenska krónan JBT Marel Kaup og sala fyrirtækja Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23 JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. 20. desember 2024 14:23
JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni JBT Marel Corporation , nýlega sameinað fyrirtæki JBT Corporation og Marel hf., var í formlega tekið til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Íslands þann 3. janúar síðastliðinn. 7. janúar 2025 18:33
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49