Þetta segir Guðmundur Hreinsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
„Þetta var svona pressugámur, það er mjög erfitt að slökkva í svoleiðis gámi nema að opna hann. Þannig það var farið með hann upp á Esjumela á svona opið svæði, þar var hann opnaður,“ segir Guðmundur.
Pappírinn þjappist allur saman aftast í slíkum gámum, og þar með sé ekkert pláss fyrir vatnið.
Tvær stöðvar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu komu að málinu, og fengu þær aðstoð frá Íslenska gámafélaginu við flutninginn.
Reykræsta þurfti sal í nálægu húsi en skemmdir voru takmarkaðar að öðru leyti.