Fótbolti

Mörkin úr Meistara­deildinni í gær­kvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland kom Manchester City í 2-0 í leiknum en þurfti síðan að horfa upp á Paris Saint Germain skora fjögur mörk í röð og tryggja sér sigurinn.
Erling Haaland kom Manchester City í 2-0 í leiknum en þurfti síðan að horfa upp á Paris Saint Germain skora fjögur mörk í röð og tryggja sér sigurinn. Getty/Franco Arland

Manchester City er ekki í neinum sérstaklega góðum málum í Meistaradeildinni þrátt fyrir draumabyrjun í leik sinum í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr Meistaradeildinni frá því í gærkvöldi inn á Vísi.

City komst í 2-0 á móti Paris Saint Germain en tapaði leiknum 4-2. Þetta var mikilvægur sigur fyrir franska liðið en á sama tíma eru Englandsmeistararnir tæpir að komast í útsláttarkeppnina.

Manchester City er í 25. sæti fyrir lokaumferðina en aðeins 24 efstu liðin komast í útsláttarkeppnina.

Jack Grealish og Erling Haaland skoruðu fyrir City en Ousmane Dembélé, Bradley Barcola, Joao Neves og Goncalo Ramos tryggðu PSG lífsnauðsynlegan sigur.

Klippa: Mörkin úr leik PSG og Man. City

Það voru fleiri stórlið í vandræðum í gær því Bayern München tapaði óvænt 3-0 á móti hollenska liðinu Feyenoord. Bæjarar eru í fimmtánda sæti og þurfa væntanlega að fara í gegnum umspilið. Santiago Gimenez skoraði tvö mörk og Ayase Ueda var með eitt.

Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Bayern

Real Madrid bætti stöðu sína með 5-1 sigri á Salzburg þar sem bæði Rodrygo og Vinicius Junior skoruðu tvö mörk og Kylian Mbappé var síðan með fimmta markið.

Rafael Leao tryggði AC Milan 1-0 sigur á Girona, Lautaro Martinez skoraði eina markið í 1-0 sigri Internazionale á Spörtu Prag og sjálfsmark færði Celtic 1-0 sigur á Young Boys.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Salzburg
Klippa: Markið úr leik AC Milan og Girona
Klippa: Mörkin úr leik Leipzig og Sorting
Klippa: Mörkin úr leik Shakhtar Donetsk og Brest



Fleiri fréttir

Sjá meira


×