Bruno til bjargar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes bjargaði Man United.
Bruno Fernandes bjargaði Man United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Bruno Fernandes kom Manchester United til bjargar þegar það virtist sem liðið væri að fara gera 1-1 jafntefli við Rangers í Evrópudeildinni. Þökk sé marki fyrirliðans tókst Rauðu djöflunum að landa þremur stigum, lokatölur 2-1 á Old Trafford.

Eftir tap gegn Brighton & Hove Albion í síðasta leik sínum mátti Man United ekki við öðru tapi. Matthijs de Ligt hélt hann hefði komið heimamönnum yfir með skallamarki í fyrri hálfleik en markið dæmt af þar sem Leny Yoro var talinn brotlegur í aðdraganda marksins.

Staðan var markalaus í hálfleik en 52. mínútu skoraði Jack Butland, markvörður Rangers, einkar skrautlegt sjálfsmark þegar hann ætlaði að kýla hornspyrnu Christian Eriksen frá með þeim afleiðingum að boltinn endaði í netinu. 

Lengi vel virtist sem það yrði eina mark leiksins en á 88. mínútu jafnaði Cyriel Dessers óvænt metin fyrir Rangers. Heimamenn létu það ekki á sig fá, Lisandro Martínez átti magnaða sendingu inn á teig þar sem Fernandes skoraði með góðu skoti og lokatölur á Old Trafford 2-1 heimamönnum í vil.

Man United er enn taplaust í Evrópudeildinni og situr í 4. sæti sem stendur með 15 stig að loknum sjö leikjum. Aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Að þeirri umferð lokinni fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira