Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2025 11:53 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/einar Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03