Gómuðu leðurblökuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 18:21 Leðurblakan var numin á brott með stórum háfi. Dýraþjónusta Reykjavíkur/Tiktok Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð. Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51
Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42