Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 07:00 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira