Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 22:01 Þessir létu rauða viðvörun ekki stoppa sig í dag. Vísir/Bjarni Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. „Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason. Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig? „Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“ Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt. „Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas. Tómas var viðbúinn í allt.Vísir/Bjarni Vissi ekki af rauðri viðvörun „Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum. Þú röltir þá bara um í þessu? „Já.“ Jeremy vildi ekki hanga á hótelinu því hann á flug af landi brott í fyrramálið.Vísir/Bjarni Hvernig var það? „Bara fínt.“ Ekki aðdáandi vindsins Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur. „Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy. Remy er frá Spáni og kann vel við rigninguna.Vísir/Bjarni Er þér ekki kalt? „Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“ Veður Reykjavík Ferðaþjónusta Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
„Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason. Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig? „Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“ Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt. „Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas. Tómas var viðbúinn í allt.Vísir/Bjarni Vissi ekki af rauðri viðvörun „Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum. Þú röltir þá bara um í þessu? „Já.“ Jeremy vildi ekki hanga á hótelinu því hann á flug af landi brott í fyrramálið.Vísir/Bjarni Hvernig var það? „Bara fínt.“ Ekki aðdáandi vindsins Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur. „Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy. Remy er frá Spáni og kann vel við rigninguna.Vísir/Bjarni Er þér ekki kalt? „Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“
Veður Reykjavík Ferðaþjónusta Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira