Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 13:47 Gianni Infantino má að líkindum ekki fá sér í glas í Sádi-Arabíu, líkt og hann gat þökk sé undanþágum á HM í Katar. Harold Cunningham - FIFA/FIFA via Getty Images Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“ Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira