„Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 17:23 Sanna og Helga segja stóla og embætti ekki hafa verið rædd. Vísir/Einar/Vilhelm Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. „Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent