Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:03 Sérhver skák fylgir sínum reglum, sérhvert taflborð hefur sín takmörk, og sérhver leikmaður ræður sínum leik. En hvað gerist þegar leikmennirnir hætta að stýra ferðinni og verða sjálft taflborðið? Þegar ekki er lengur spilað við þig heldur spilað með þig? Leikurinn hefst áreynslulaust. Við skráum okkur á samfélagsmiðla, samþykkjum skilmála sem enginn les, sækjum öpp sem eiga að einfalda lífið. Þjónustan er „ókeypis“, en greiðslan kemur í öðru formi. Með hverri hreyfingu á taflborðinu færast persónuupplýsingar okkar dýpra inn í gagnavædda flóru sem enginn hefur fulla yfirsýn yfir. Gögnin – hegðun, venjur, langanir, efasemdir – verða verðmætasta auðlind samtímans. Fyrirtækin fórna peði en vinna taflmann. Þegar mynstrin verða sýnileg hefst miðtafl upplýsinganna. Stjórnendur leiksins færa sig nær miðjunni, lesa leikstílinn, kortleggja hreyfingarnar. Hvað vekur áhuga? Hvað kallar fram ótta? Hvað kallar fram tilhlökkun? Smám saman þrengist hreyfisviðið, valkostir afmarkast, og frelsið verður tálsýn. Skynjun okkar á sjálfstæðu vali dofnar, því hver ákvörðun hefur þegar verið reiknuð út. Fréttirnar sem birtast, auglýsingarnar sem fanga athyglina, umræðuefnin sem virðast óhjákvæmileg – allt er þetta sniðið að réttu mynstri. Taflið gengur áfram og taflmennirnir halda sig innan sinna reita, uns leikurinn færist inn í endataflið, þar sem markmiðið verður annað en að selja. Þá er ekki lengur reynt að spá fyrir um ákvarðanir heldur móta þær. Efnahagsleg gildi, stjórnmálaskoðanir, jafnvel siðferðileg viðmið taka á sig það form sem þeim var ætlað. Ótti og tortryggni eru vopn, traust og trú tæki. Þegar skynjun á raunveruleikanum er orðin forrituð, er leikurinn unninn. Stjórnvöld hafa reynt varnarleik. GDPR, persónuverndarlög, takmarkanir á gagnasöfnun. En þetta eru aðeins skref til varnar gegn andstæðingi sem sér nokkra leiki fram í tímann. Tryggður er rétturinn til að eyða gögnum – en aðeins þeim sem þú veist af. Áfram gengur taflið og teygir sig ekki lengur einungis inn í netvafrið heldur djúpt inn í grunnkerfi samfélagsins. Gervigreindardrifnar ráðningar útiloka fólk án þess að það viti af því, lánshæfismat er ákvarðað af reikniritum sem enginn skilur nema þau sjálf, tryggingafélög greina staðsetningarsögu og nethegðun til að reikna út áhættu, og stjórnmálaherferðir sníða skilaboð sín að veikleikum. Þeir sem skilja leikinn, stjórna honum. En skákir enda ekki alltaf í mát. Stundum birtist óvænt flétta sem enginn sá fyrir. Það er hægt að vinda ofan af leiknum, brjóta hann upp og neita að færa peðið sem ætlunin var að myndi hreyfast sjálfkrafa. En það gerist ekki með því að haka í reiti í stillingum – heldur með því að skilja mynstrin sem áttu aldrei að sjást og rýna leikreglurnar til að endurskrifa þær. Tæknin þarf að þjóna manneskjunni, ekki markaðnum. Það er kominn tími á öryggi sem sjálfgefið ástand, þar sem varnir gegn eftirliti, árásum og misnotkun eru innbyggðar í grunnkerfi tækniheimsins – ekki valmöguleiki sem notendur þurfa að virkja eða greiða fyrir. Við þurfum dulkóðuð samskipti sem ekki er hægt að rekja, vafra sem tryggja nafnleynd, leitarvélar sem safna ekki gögnum. Gagnagredda verður að víkja fyrir sjálfgefnu öryggi. Gögn eiga að vera í höndum þeirra sem þau varða, tryggð með dulritun og dreifstýrðum lausnum, frekar en geymd á miðlægum netþjónum stórfyrirtækja sem nýta þau í eigin þágu. Dreifstýrðar lausnir, eins og blokkkeðjur, geta veitt einstaklingum raunverulega stjórn á eigin upplýsingum, myndað sjálfbær samfélög þar sem enginn einn getur breytt leikreglunum eftir hentugleika. Við þurfum gagnsæi í stað svartra kassa og reiknirit sem skýrt er hvernig virka – fremur en dulda dómara sem hafa ómæld áhrif á líf fólks. Fyrst og fremst þurfum við meðvitund. Ekki aðeins vitneskju um hvernig kerfið virkar, heldur hugrekki til að segja nei. Til að velja þjónustur sem virða friðhelgi, til að krefjast gagnsæis, til að neita að taka þátt í leik sem var aldrei spilaður með okkur heldur á okkur. Tíminn er skammur, skákin heldur áfram og taflmennirnir færast nær lokatakmarkinu. Ætlum við að spila – eða ætlum við að fleygja borðinu? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Sérhver skák fylgir sínum reglum, sérhvert taflborð hefur sín takmörk, og sérhver leikmaður ræður sínum leik. En hvað gerist þegar leikmennirnir hætta að stýra ferðinni og verða sjálft taflborðið? Þegar ekki er lengur spilað við þig heldur spilað með þig? Leikurinn hefst áreynslulaust. Við skráum okkur á samfélagsmiðla, samþykkjum skilmála sem enginn les, sækjum öpp sem eiga að einfalda lífið. Þjónustan er „ókeypis“, en greiðslan kemur í öðru formi. Með hverri hreyfingu á taflborðinu færast persónuupplýsingar okkar dýpra inn í gagnavædda flóru sem enginn hefur fulla yfirsýn yfir. Gögnin – hegðun, venjur, langanir, efasemdir – verða verðmætasta auðlind samtímans. Fyrirtækin fórna peði en vinna taflmann. Þegar mynstrin verða sýnileg hefst miðtafl upplýsinganna. Stjórnendur leiksins færa sig nær miðjunni, lesa leikstílinn, kortleggja hreyfingarnar. Hvað vekur áhuga? Hvað kallar fram ótta? Hvað kallar fram tilhlökkun? Smám saman þrengist hreyfisviðið, valkostir afmarkast, og frelsið verður tálsýn. Skynjun okkar á sjálfstæðu vali dofnar, því hver ákvörðun hefur þegar verið reiknuð út. Fréttirnar sem birtast, auglýsingarnar sem fanga athyglina, umræðuefnin sem virðast óhjákvæmileg – allt er þetta sniðið að réttu mynstri. Taflið gengur áfram og taflmennirnir halda sig innan sinna reita, uns leikurinn færist inn í endataflið, þar sem markmiðið verður annað en að selja. Þá er ekki lengur reynt að spá fyrir um ákvarðanir heldur móta þær. Efnahagsleg gildi, stjórnmálaskoðanir, jafnvel siðferðileg viðmið taka á sig það form sem þeim var ætlað. Ótti og tortryggni eru vopn, traust og trú tæki. Þegar skynjun á raunveruleikanum er orðin forrituð, er leikurinn unninn. Stjórnvöld hafa reynt varnarleik. GDPR, persónuverndarlög, takmarkanir á gagnasöfnun. En þetta eru aðeins skref til varnar gegn andstæðingi sem sér nokkra leiki fram í tímann. Tryggður er rétturinn til að eyða gögnum – en aðeins þeim sem þú veist af. Áfram gengur taflið og teygir sig ekki lengur einungis inn í netvafrið heldur djúpt inn í grunnkerfi samfélagsins. Gervigreindardrifnar ráðningar útiloka fólk án þess að það viti af því, lánshæfismat er ákvarðað af reikniritum sem enginn skilur nema þau sjálf, tryggingafélög greina staðsetningarsögu og nethegðun til að reikna út áhættu, og stjórnmálaherferðir sníða skilaboð sín að veikleikum. Þeir sem skilja leikinn, stjórna honum. En skákir enda ekki alltaf í mát. Stundum birtist óvænt flétta sem enginn sá fyrir. Það er hægt að vinda ofan af leiknum, brjóta hann upp og neita að færa peðið sem ætlunin var að myndi hreyfast sjálfkrafa. En það gerist ekki með því að haka í reiti í stillingum – heldur með því að skilja mynstrin sem áttu aldrei að sjást og rýna leikreglurnar til að endurskrifa þær. Tæknin þarf að þjóna manneskjunni, ekki markaðnum. Það er kominn tími á öryggi sem sjálfgefið ástand, þar sem varnir gegn eftirliti, árásum og misnotkun eru innbyggðar í grunnkerfi tækniheimsins – ekki valmöguleiki sem notendur þurfa að virkja eða greiða fyrir. Við þurfum dulkóðuð samskipti sem ekki er hægt að rekja, vafra sem tryggja nafnleynd, leitarvélar sem safna ekki gögnum. Gagnagredda verður að víkja fyrir sjálfgefnu öryggi. Gögn eiga að vera í höndum þeirra sem þau varða, tryggð með dulritun og dreifstýrðum lausnum, frekar en geymd á miðlægum netþjónum stórfyrirtækja sem nýta þau í eigin þágu. Dreifstýrðar lausnir, eins og blokkkeðjur, geta veitt einstaklingum raunverulega stjórn á eigin upplýsingum, myndað sjálfbær samfélög þar sem enginn einn getur breytt leikreglunum eftir hentugleika. Við þurfum gagnsæi í stað svartra kassa og reiknirit sem skýrt er hvernig virka – fremur en dulda dómara sem hafa ómæld áhrif á líf fólks. Fyrst og fremst þurfum við meðvitund. Ekki aðeins vitneskju um hvernig kerfið virkar, heldur hugrekki til að segja nei. Til að velja þjónustur sem virða friðhelgi, til að krefjast gagnsæis, til að neita að taka þátt í leik sem var aldrei spilaður með okkur heldur á okkur. Tíminn er skammur, skákin heldur áfram og taflmennirnir færast nær lokatakmarkinu. Ætlum við að spila – eða ætlum við að fleygja borðinu? Höfundur er lögfræðingur.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun