Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:24 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. „Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira