Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 12:34 Kennarar í Sunnulækjarskóla á Selfossi gengu út. Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Árborg Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira