Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 14:27 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Landsvirkjun, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hagnaðist um 41,5 milljarða króna í fyrra og hyggst greiða eiganda sínum 25 milljarða króna í arð. Fyrirtækið mun þá hafa greitt eiganda sínum níutíu milljarða króna í arð á árunum 2021 til 2024. „Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni raforkusölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári. Afkoman var því vel ásættanleg miðað við aðstæður,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu vegna uppgjörs Landsvirkjunar fyrir árið 2024. Staðan aldrei verið betri Haft er eftir Herði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri og þar með bolmagn þess til þess að setja þann kraft í orkuöflun sem sé nauðsynlegur til að mæta þörfum íslensks samfélags. „Á árinu 2024 hófust loks framkvæmdir við 120 MW Búrfellslund og 95 MW Hvammsvirkjun, eftir ítrekaðir tafir í leyfisveitingaferlinu. Þessar nýju virkjanir mæta brýnni þörf fyrir frekari raforku til að mæta orkuskiptum og vexti samfélagsins. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framgangi þessara verkefna.“ Fernar framkvæmdir á sama tíma Þá áformi fyrirtækið einnig að hefja framkvæmdir við stækkun Þeistareykja- og Sigöldustöðvar á árinu 2025. Fyrirtækið hafi aldrei áður unnuð að fernum nýframkvæmdum á sama tíma, með þremur mismunandi orkugjöfum. „Mikið reyndi á innviði Landsvirkjunar við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á síðasta ári vegna mikillar eftirspurnar og sögulega lítils innrennslis til lóna. Álag var mikið á starfsfólk, sem og þau kerfi og verklag sem þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að takast á við þessar krefjandi aðstæður og standa við allar skuldbindingar fyrirtækisins.“ Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
„Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni raforkusölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári. Afkoman var því vel ásættanleg miðað við aðstæður,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu vegna uppgjörs Landsvirkjunar fyrir árið 2024. Staðan aldrei verið betri Haft er eftir Herði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri og þar með bolmagn þess til þess að setja þann kraft í orkuöflun sem sé nauðsynlegur til að mæta þörfum íslensks samfélags. „Á árinu 2024 hófust loks framkvæmdir við 120 MW Búrfellslund og 95 MW Hvammsvirkjun, eftir ítrekaðir tafir í leyfisveitingaferlinu. Þessar nýju virkjanir mæta brýnni þörf fyrir frekari raforku til að mæta orkuskiptum og vexti samfélagsins. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framgangi þessara verkefna.“ Fernar framkvæmdir á sama tíma Þá áformi fyrirtækið einnig að hefja framkvæmdir við stækkun Þeistareykja- og Sigöldustöðvar á árinu 2025. Fyrirtækið hafi aldrei áður unnuð að fernum nýframkvæmdum á sama tíma, með þremur mismunandi orkugjöfum. „Mikið reyndi á innviði Landsvirkjunar við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á síðasta ári vegna mikillar eftirspurnar og sögulega lítils innrennslis til lóna. Álag var mikið á starfsfólk, sem og þau kerfi og verklag sem þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að takast á við þessar krefjandi aðstæður og standa við allar skuldbindingar fyrirtækisins.“
Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun