Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofa Íslands.
Skjálftinn í kvöld er sá stærsti sem hefur mælst síðan 14. janúar síðastliðinn þegar nokkuð kröftug hrina átti sér stað að morgni dags. Eftir stóra skjálftann mældust ellefu skjálftar, allir undir 2 að stærð.
Alls hafa tólf skjálftar mælst í Bárðarbungu síðasta árið yfir 4 að stærð, sá stærsti var 5,4 þann 21. apríl 2024.