Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 11:46 Framrúðan var mölbrotin. Afturelding Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á liðsrútu Aftureldingar í nótt. Rútan hefur verið í eigu félagsins síðan 2010 og segja forsvarsmenn félagsins að sorgin í samfélaginu sé mikil. „Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding
Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira