Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 10:42 Mynd VLT-sjónauka ESO af smástirninu 2024 YR4 frá því í janúar. ESO/O. Hainaut Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Smástirnið 2024 YR4 fannst seint í desember en sporbraut þess liggur nærri jörðinni 22. desember árið 2032. Fylgst var grannt með smástirninu vegna stærðar þess og líkanna á árekstri við jörðina. Smástirnið er talið fjörutíu til níutíu metrar að þvermáli, álíka stórt og loftsteinninn sem sprakk yfir Tunguska í Síberíu árið 1908 og felldi milljónir trjáa á meira en tvö þúsund ferkílómetra svæði. Um miðjan þennan mánuð voru líkurnar á árekstri metnar þrjú prósent. Aldrei hafa verið taldar meiri líkur á árekstri smástirnis sem er stærra en þrjátíu metrar að þvermáli við jörðina og var smástirnið efst á válista evrópsku geimstofnunarinnar. Athuganir sem hafa síðan verið gerðar á braut smástirnisins benda til þess að líkur á árekstri við jörðina séu í kringum 0,001 prósent. Smástirnið er því ekki lengur efst á válistanum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar í Síle var einn þeirra sem fylgdust með hnullunginum. Fallin tré eftir að loftsteinn sprakk nærri Tunguska-ánni í austanverðri Síberíu árið 1908. Sá loftsteinn var af svipaðri stærðargráðu og smástirnið sem fylgst hefur verið með vegna mögulegrar árekstrarhættu.Vísir/Getty Geimurinn Vísindi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Smástirnið 2024 YR4 fannst seint í desember en sporbraut þess liggur nærri jörðinni 22. desember árið 2032. Fylgst var grannt með smástirninu vegna stærðar þess og líkanna á árekstri við jörðina. Smástirnið er talið fjörutíu til níutíu metrar að þvermáli, álíka stórt og loftsteinninn sem sprakk yfir Tunguska í Síberíu árið 1908 og felldi milljónir trjáa á meira en tvö þúsund ferkílómetra svæði. Um miðjan þennan mánuð voru líkurnar á árekstri metnar þrjú prósent. Aldrei hafa verið taldar meiri líkur á árekstri smástirnis sem er stærra en þrjátíu metrar að þvermáli við jörðina og var smástirnið efst á válista evrópsku geimstofnunarinnar. Athuganir sem hafa síðan verið gerðar á braut smástirnisins benda til þess að líkur á árekstri við jörðina séu í kringum 0,001 prósent. Smástirnið er því ekki lengur efst á válistanum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar í Síle var einn þeirra sem fylgdust með hnullunginum. Fallin tré eftir að loftsteinn sprakk nærri Tunguska-ánni í austanverðri Síberíu árið 1908. Sá loftsteinn var af svipaðri stærðargráðu og smástirnið sem fylgst hefur verið með vegna mögulegrar árekstrarhættu.Vísir/Getty
Geimurinn Vísindi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira