Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 19:02 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“ Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“
Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira