Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:46 Steinn Jóhannsson sviðstjóri segir borgina virða skuldbindingu sína frá 2022 um að aðstoða Hjalla við að finna nýtt húsnæði. Samsett Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43