Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 14:32 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu í dag samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Á næstu vikum flyst því starfsemi netöryggissveitarinnar frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut og í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð. Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð.
Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira