Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 09:01 Robin Pedersen er í hópi fimm norskra skíðastökkvara sem hafa verið settir í tímabundið bann. ap/Matthias Schrader Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion. Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Sjá meira
Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion.
Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Sjá meira
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00