Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2025 10:26 Snorri Másson bjóst líklega við einhverjum mótbárum en varla því bakslagi sem pistill Maríu Hjálmtýsdóttur, aðalritara Félags kynjafræðinga, hefur haft í för með sér. vísir/vilhelm/aðsend Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð. Snorri hélt því fram að Viðreisn hafi tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænna óbreytta og hafði mörg orð um jafnréttisiðnaðinn, þar á meðal kynjafræðina sem hann hafði sitthvað við að athuga: „Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar“ – jafnvel þótt vísindaleg rannsókn háskólans hafi sýnt að vottunin hefur engin áhrif haft á launamun kynjanna og kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna málsins sé nú talinn munu ná upp í 20 milljarða króna þegar uppi er staðið. Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir. „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í sjávarútvegi og fiskeldi.“ „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í landbúnaði.“ Kennarar í framhaldsskólum verði „fræddir“ um kynjafræði „til að tryggja inngildingu“ og „færni kennara til að flétta kynjafræði inn í aðra kennslu.“ „Flétta jafnréttisfræðslu inn í kennslu á öllum skólastigum“ - þar á meðal á leikskólum. Sem sagt tryggja innrætingu á alla línuna. Þetta er meðal þess sem Snorri hafði fram að færa og í samtali við Vísi undraðist hann það hvers vegna enginn þingmaður þyrði að hafa á þessu orð því innihaldsleysið blasti við honum. Takk María! En það sýndi sig kannski í gær að ýmsir eru ekki á sama máli. Svo virðist í það minnsta ef lesinn er pistill sem María Hjálmtýsdóttir birti en nú hafa um 78 deilt þeim skrifum. Þar eru Snorra ekki vandaðar kveðjurnar. Með deilingunum fylgja gjarnan orð á borð við „Takk María“. Og svo eru Snorra fundin hin verstu orð, að hætti hússins. Svo virðist sem um sjálfsprottið frekar en samstillt átak sé að ræða: „Sem aðalritara Félags kynjafræðikennara finn ég mig knúna til að bregðast við ummælum þingmanns Miðflokksins á Alþingi okkar Íslendinga þar sem hann fer með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins. Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama.“ Þannig hefst pistill Maríu. Hún segir að í ræðustól Alþingis sé því haldið blákalt fram að kynjafræðikennsla sé innræting sem snúist um að fórnarlambsvæða stúlkur. „Kynjafræðikennarar eru ásakaðir um að kenna strákum að víkja fyrir stúlkunum og skammast sín fyrir sitt „náttúrulega ástand“, karlmennskuna. Eins og það sé ekki nóg erum við sökuð um að kenna nemendum okkar að það að vera karlmaður sé á einhvern hátt eitrað.“ Sammála um að vera ósammála Og María heldur áfram: „Það eru sjálfsagt fáar fræðigreinar sem verða fyrir jafn hatrömmum ásökunum um innrætingu, heilaþvott og þvaður og kynjafræðin. Ítrekuðum rannsóknarniðurstöðum er andmælt af því að fólk er „á annarri skoðun“ og „sammála um að vera ósammála“. María greinir frá því að hún reyni oft að rökræða við fólk á samfélagsmiðlum þegar farið sé með rangt mál um kynjafræðikennslu en „drullan, vanvirðingin og útúrsnúningarnir eru þvílík að það er ekki á nokkra manneskju leggjandi að standa í því argaþrasi.“ María fer yfir það sem henni sýnist margvíslegar ranghugmyndir um kynjafræðikennslu. María virðist sem sagt hætt að reyna að bjóða fram einhverjar staðreyndir sem hnekkja því sem Snorri segir. „Það má ypta öxlum og ranghvolfa augunum yfir röfli í athugasemdakerfum samfélagsmiðla en þegar sama orðræða er komin í ræðustól Alþingis er kominn tími til að velta fyrir okkur á hvaða vegferð við erum og hver tilgangur stjórnmálamanna sé sem tala svona.“ María segir þetta nefnilega ekkert nýtt og ekki sé þetta frumlegt tal, að einhver þori meðan aðrir þegi. Eldgamalt trix „Tal gegn jafnrétti og jafnréttisbaráttu er eldgamalt trix og þau sem þekkja veraldarsöguna vita vel hverjar afleiðingarnar geta verið.“ María viðurkennir að hún sé skíthrædd við „þennan áróður gegn kynjafræðikennslu, ekki bara vegna þess að hann byggist fyrst og fremst á rangfærslum og lygum heldur vegna þess að hann talar inn í þá orðræðu sem við erum hve mest að reyna að vinna gegn með kynjafræðikennslu. Snorri velti því upp í gær hvers vegna enginn þingmaður annar en hann þyrði að hafa á þessu orð og hann hefur nú fengið svarið við því, að hluta.vísir/vilhelm Þótt dulbúinn sé sem „skynsemishyggja“ eða hvað sem fólk kýs að kalla það, er þessi áróður uppsprottinn af nákvæmlega sama stað og reiði ungra karla, ofbeldishegðun, vanlíðan og einmanaleiki og hann ýtir undir nákvæmlega það sem við sem samfélag viljum helst útrýma.“ Og María klikkir út, við mikinn fögnuð, því að vandamálið séu nefnilega ekki kynjafræðikennarar heldur þvert á móti. „Spyrjið bara nemendur okkar.” Alþingi Samfélagsmiðlar Miðflokkurinn Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Snorri hélt því fram að Viðreisn hafi tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænna óbreytta og hafði mörg orð um jafnréttisiðnaðinn, þar á meðal kynjafræðina sem hann hafði sitthvað við að athuga: „Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar“ – jafnvel þótt vísindaleg rannsókn háskólans hafi sýnt að vottunin hefur engin áhrif haft á launamun kynjanna og kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna málsins sé nú talinn munu ná upp í 20 milljarða króna þegar uppi er staðið. Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir. „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í sjávarútvegi og fiskeldi.“ „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í landbúnaði.“ Kennarar í framhaldsskólum verði „fræddir“ um kynjafræði „til að tryggja inngildingu“ og „færni kennara til að flétta kynjafræði inn í aðra kennslu.“ „Flétta jafnréttisfræðslu inn í kennslu á öllum skólastigum“ - þar á meðal á leikskólum. Sem sagt tryggja innrætingu á alla línuna. Þetta er meðal þess sem Snorri hafði fram að færa og í samtali við Vísi undraðist hann það hvers vegna enginn þingmaður þyrði að hafa á þessu orð því innihaldsleysið blasti við honum. Takk María! En það sýndi sig kannski í gær að ýmsir eru ekki á sama máli. Svo virðist í það minnsta ef lesinn er pistill sem María Hjálmtýsdóttir birti en nú hafa um 78 deilt þeim skrifum. Þar eru Snorra ekki vandaðar kveðjurnar. Með deilingunum fylgja gjarnan orð á borð við „Takk María“. Og svo eru Snorra fundin hin verstu orð, að hætti hússins. Svo virðist sem um sjálfsprottið frekar en samstillt átak sé að ræða: „Sem aðalritara Félags kynjafræðikennara finn ég mig knúna til að bregðast við ummælum þingmanns Miðflokksins á Alþingi okkar Íslendinga þar sem hann fer með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins. Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama.“ Þannig hefst pistill Maríu. Hún segir að í ræðustól Alþingis sé því haldið blákalt fram að kynjafræðikennsla sé innræting sem snúist um að fórnarlambsvæða stúlkur. „Kynjafræðikennarar eru ásakaðir um að kenna strákum að víkja fyrir stúlkunum og skammast sín fyrir sitt „náttúrulega ástand“, karlmennskuna. Eins og það sé ekki nóg erum við sökuð um að kenna nemendum okkar að það að vera karlmaður sé á einhvern hátt eitrað.“ Sammála um að vera ósammála Og María heldur áfram: „Það eru sjálfsagt fáar fræðigreinar sem verða fyrir jafn hatrömmum ásökunum um innrætingu, heilaþvott og þvaður og kynjafræðin. Ítrekuðum rannsóknarniðurstöðum er andmælt af því að fólk er „á annarri skoðun“ og „sammála um að vera ósammála“. María greinir frá því að hún reyni oft að rökræða við fólk á samfélagsmiðlum þegar farið sé með rangt mál um kynjafræðikennslu en „drullan, vanvirðingin og útúrsnúningarnir eru þvílík að það er ekki á nokkra manneskju leggjandi að standa í því argaþrasi.“ María fer yfir það sem henni sýnist margvíslegar ranghugmyndir um kynjafræðikennslu. María virðist sem sagt hætt að reyna að bjóða fram einhverjar staðreyndir sem hnekkja því sem Snorri segir. „Það má ypta öxlum og ranghvolfa augunum yfir röfli í athugasemdakerfum samfélagsmiðla en þegar sama orðræða er komin í ræðustól Alþingis er kominn tími til að velta fyrir okkur á hvaða vegferð við erum og hver tilgangur stjórnmálamanna sé sem tala svona.“ María segir þetta nefnilega ekkert nýtt og ekki sé þetta frumlegt tal, að einhver þori meðan aðrir þegi. Eldgamalt trix „Tal gegn jafnrétti og jafnréttisbaráttu er eldgamalt trix og þau sem þekkja veraldarsöguna vita vel hverjar afleiðingarnar geta verið.“ María viðurkennir að hún sé skíthrædd við „þennan áróður gegn kynjafræðikennslu, ekki bara vegna þess að hann byggist fyrst og fremst á rangfærslum og lygum heldur vegna þess að hann talar inn í þá orðræðu sem við erum hve mest að reyna að vinna gegn með kynjafræðikennslu. Snorri velti því upp í gær hvers vegna enginn þingmaður annar en hann þyrði að hafa á þessu orð og hann hefur nú fengið svarið við því, að hluta.vísir/vilhelm Þótt dulbúinn sé sem „skynsemishyggja“ eða hvað sem fólk kýs að kalla það, er þessi áróður uppsprottinn af nákvæmlega sama stað og reiði ungra karla, ofbeldishegðun, vanlíðan og einmanaleiki og hann ýtir undir nákvæmlega það sem við sem samfélag viljum helst útrýma.“ Og María klikkir út, við mikinn fögnuð, því að vandamálið séu nefnilega ekki kynjafræðikennarar heldur þvert á móti. „Spyrjið bara nemendur okkar.”
Alþingi Samfélagsmiðlar Miðflokkurinn Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira