Innlent

Rauðir markaðir og yfir­full fangelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna á mörkuðum en lækkanirnar frá síðustu viku eru síst í rénun en fjárfestar óttast afleiðingar tollastríðs í heiminum.

Við reynum að varpa ljósi á málin og heyrum álit sérfræðings á stöðunni og hvað muni gerast. 

Þá fjöllum við um fangelsismálin hér á landi en nú um stundir eru óvenju margir fangar á Hólmsheiði í gæsluvarðhaldi en á sama tíma boðunarlistar sífellt að lengjast.

Einnig veðrur rætt við Sóttvarnalækni um mislingafaraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum. Hún hvetur óbólusetta hér á landi til að huga að eigin stöðu.

Í íþróttapakka dagsins eru það svo landsleikur Íslands og Ísraels í handbolta kvenna en leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×