Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2025 22:47 Jules Kounde fagnaði sigurmarkinu vel og innilega. Eðlilega svo sem. Fran Santiago/Getty Images Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira