Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2025 12:31 Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Már Pétursson Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Flokkur fólksins Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun