Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:00 Hanna Katrín Friðriksson hefur fengið afgreitt úr ríkisstjórn frumvarp sitt um hækkun veiðigjalda. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS um málið. Vísir Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13