Málið áfall fyrir lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2025 06:41 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að um leið og embættið hafi fengið veður af nýjum öngum málsins nú hafi það verið tilkynnt itl embættis ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira