Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 08:09 Freyja Birgisdóttir er sviðsstjóri matssviðs hjá MMS. Hún segir matsferilinn stærsta framfaraskref Kristinn Ingvarsson Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Í tilkynningu segir að um sé að ræða fjórtán ný próf, sjö í lesskilningi og sjö í stærðfræði. Prófin verða skyldubundin í 4., 6. og 9. bekk samkvæmt frumvarpi um Matsferil sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í tilkynningu segir að fyrirlögnin hafi gengið vel og að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinni nú úr niðurstöðunum. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.vísir/vilhelm „Eitt af mínum helstu stefnumálum er að bæta læsi og lesskilning barna – það er undirstaða lærdóms og betri menntun þýðir meiri frami og minni fátækt. Þar gegnir snemmtæk íhlutun lykilhlutverki en til þess þurfum við betri greiningartól. Búið er að undirbyggja vel nýtt námsmat og er nú komið að innleiðingu sem ég mun beita mér fyrir að gangi hratt og snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Matsferill er safn matstækja sem á að draga upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda, reglulega yfir skólagönguna. Matstækjunum er ætlað að auðvelda starfsfólki skóla að miða kennslu við þarfir hvers barns og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning. Samkvæmt tilkynningu eiga þau að gefa fleiri og fjölbreyttari mælingar á námsframvindu barna og gefa kennurum kost á að bregðast hraðar við þegar börn sýna merki um að dragast aftur úr í námi. Fylgjast með í rauntíma Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í tilkynningunn, segir að líklega sé um að ræða stærsta framfaraskref tengt námsmati íslenskra barna í áratugi. „Það verður auðvitað bylting að geta fylgst með námsframvindu hvers einasta barns nánast í rauntíma og þannig mætt hverju þeirra þar sem þau eru stödd hverju sinni.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01 Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59 „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða fjórtán ný próf, sjö í lesskilningi og sjö í stærðfræði. Prófin verða skyldubundin í 4., 6. og 9. bekk samkvæmt frumvarpi um Matsferil sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í tilkynningu segir að fyrirlögnin hafi gengið vel og að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinni nú úr niðurstöðunum. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.vísir/vilhelm „Eitt af mínum helstu stefnumálum er að bæta læsi og lesskilning barna – það er undirstaða lærdóms og betri menntun þýðir meiri frami og minni fátækt. Þar gegnir snemmtæk íhlutun lykilhlutverki en til þess þurfum við betri greiningartól. Búið er að undirbyggja vel nýtt námsmat og er nú komið að innleiðingu sem ég mun beita mér fyrir að gangi hratt og snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Matsferill er safn matstækja sem á að draga upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda, reglulega yfir skólagönguna. Matstækjunum er ætlað að auðvelda starfsfólki skóla að miða kennslu við þarfir hvers barns og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning. Samkvæmt tilkynningu eiga þau að gefa fleiri og fjölbreyttari mælingar á námsframvindu barna og gefa kennurum kost á að bregðast hraðar við þegar börn sýna merki um að dragast aftur úr í námi. Fylgjast með í rauntíma Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í tilkynningunn, segir að líklega sé um að ræða stærsta framfaraskref tengt námsmati íslenskra barna í áratugi. „Það verður auðvitað bylting að geta fylgst með námsframvindu hvers einasta barns nánast í rauntíma og þannig mætt hverju þeirra þar sem þau eru stödd hverju sinni.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01 Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59 „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01
Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59
„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?