Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Bjarki Sigurðsson skrifar 30. maí 2025 21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Garðabæjarlistann. Stöð 2 Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. Málið megi ekki vera feimnismál, því ætli þjóðin að fjölga sér verði að gera róttækar breytingar á ýmsum kerfum, en halda í rétt kvenna. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg. Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg.
Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira