Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðaði breytingarnar í maí. Vísir/Anton Brink Litið verður til hagræðingatillagna starfshóps forsætisráðherra um að létt verði á jafnlaunavottun og að stærðarmörk fyrirtækja til jafnlaunavottunar verði hækkuð í fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana. Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45