„Er allt komið í hund og kött?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júní 2025 11:26 Þingflokkur Framsóknar leggst gegn frumvarpi húsnæðismálaráðherra um gæludýrahald í fjöleignarhúsum. Vilhelm/Anton Brink Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. „Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“ Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“
Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira