Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 17:21 Vinstra megin er Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, og hægra megin er Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Vísir/Einar/Vilhelm Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira