Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Tómas Arnar Þorláksson og Lovísa Arnardóttir skrifa 3. júlí 2025 23:03 Sara Björg Sigurðardóttir, móðir og varaborgarfulltrúi, segir ekki eiga að þurfa slys svo eitthvað lagist. Vísir/Sigurjón Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Sjö ára drengur var fluttur alvarlega slasaður eftir umferðarslys frá vettvangi í Breiðholti fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Drengurinn ætlaði að hjóla yfir götu Hamrastekks á eiginlegri ómerktri gangbraut en varð fyrir ökutæki og höfuðkúpubrotnaði við höggið. Hann var vistaður á gjörgæslu og varði rúmlega viku á spítala. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er drengurinn kominn heim til fjölskyldu sinnar og braggast ágætlega. Óvitað er hvort hann beri varanlegan skaða. Málið er enn til rannsóknar og er beðið eftir áverkavottorði áður en tekin verður ákvörðun varðandi ákæru. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar og í fréttinni má sjá fréttamann standa þar sem slysið átti sér stað. „Það var um það bil hérna sem að slysið átti sér stað en eins og sjá má eru engin skilti eða neitt sem gefur til kynna umferð gangandi manna og barna og ekkert sem gefur til kynna að hér sé í raun og veru gangbraut,“ segir Tómas Arnar Þorláksson fréttamaður. Lögregla kallar eftir úrbótum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent Reykjavíkurborg erindi vegna málsins og kallað eftir úrbætum á veginum til að tryggja umferðaröryggi. Íbúar á svæðinu hafa einnig haft samband við Reykjavíkurborg. Þar á meðal er tveggja barna móðir sem býr við hlið stígsins. Hún hefur lengi haft áhyggjur af götunni. Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón „Þetta er svona falinn stígur fyrir þau sem að búa hérna í hverfinu og er mikið notaður af fólkinu sem býr hérna. Þetta er auðvitað ekki nægilega sýnilegt fyrir þau sem koma hérna upp. Þegar þú kemur upp götuna mætti vera meiri sýnileiki um að hér væri fólk á ferð,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir, móðir og varaborgarfulltrúi. Bílum ekið allt of hratt Hún minnir á að hraðaakstur sé vandamál víða í borginni og biðlar til ökumanna að hafa varann á. Sérstaklega núna yfir sumarið þegar börn eru iðulega að leik í íbúðargötum. „Mér finnst bílar keyra allt of hratt hérna upp og niður líka. Það er ráðgert að lækka hraðann því það getur bara barn eða bolti dúkkað inn á götuna.“ Íbúar á svæðinu safna nú undirskriftum til að vekja athygli á málinu. „Við eigum náttúrulega ekki að þurfa slys til svo það lagist eitthvað og hraðinn er vandamál hér ekki börnin í hverfinu. Við hérna þurfum kannski bara að vera meira vakandi og láta í okkur heyra núna.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2. júlí 2025 20:05 Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. 30. júní 2025 14:22 Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29. júní 2025 17:54 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Sjá meira
Sjö ára drengur var fluttur alvarlega slasaður eftir umferðarslys frá vettvangi í Breiðholti fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Drengurinn ætlaði að hjóla yfir götu Hamrastekks á eiginlegri ómerktri gangbraut en varð fyrir ökutæki og höfuðkúpubrotnaði við höggið. Hann var vistaður á gjörgæslu og varði rúmlega viku á spítala. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er drengurinn kominn heim til fjölskyldu sinnar og braggast ágætlega. Óvitað er hvort hann beri varanlegan skaða. Málið er enn til rannsóknar og er beðið eftir áverkavottorði áður en tekin verður ákvörðun varðandi ákæru. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar og í fréttinni má sjá fréttamann standa þar sem slysið átti sér stað. „Það var um það bil hérna sem að slysið átti sér stað en eins og sjá má eru engin skilti eða neitt sem gefur til kynna umferð gangandi manna og barna og ekkert sem gefur til kynna að hér sé í raun og veru gangbraut,“ segir Tómas Arnar Þorláksson fréttamaður. Lögregla kallar eftir úrbótum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent Reykjavíkurborg erindi vegna málsins og kallað eftir úrbætum á veginum til að tryggja umferðaröryggi. Íbúar á svæðinu hafa einnig haft samband við Reykjavíkurborg. Þar á meðal er tveggja barna móðir sem býr við hlið stígsins. Hún hefur lengi haft áhyggjur af götunni. Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón „Þetta er svona falinn stígur fyrir þau sem að búa hérna í hverfinu og er mikið notaður af fólkinu sem býr hérna. Þetta er auðvitað ekki nægilega sýnilegt fyrir þau sem koma hérna upp. Þegar þú kemur upp götuna mætti vera meiri sýnileiki um að hér væri fólk á ferð,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir, móðir og varaborgarfulltrúi. Bílum ekið allt of hratt Hún minnir á að hraðaakstur sé vandamál víða í borginni og biðlar til ökumanna að hafa varann á. Sérstaklega núna yfir sumarið þegar börn eru iðulega að leik í íbúðargötum. „Mér finnst bílar keyra allt of hratt hérna upp og niður líka. Það er ráðgert að lækka hraðann því það getur bara barn eða bolti dúkkað inn á götuna.“ Íbúar á svæðinu safna nú undirskriftum til að vekja athygli á málinu. „Við eigum náttúrulega ekki að þurfa slys til svo það lagist eitthvað og hraðinn er vandamál hér ekki börnin í hverfinu. Við hérna þurfum kannski bara að vera meira vakandi og láta í okkur heyra núna.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2. júlí 2025 20:05 Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. 30. júní 2025 14:22 Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29. júní 2025 17:54 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Sjá meira
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2. júlí 2025 20:05
Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. 30. júní 2025 14:22
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29. júní 2025 17:54