Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 13:24 Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. „Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira