Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2025 15:41 Það er margt frábært við Grafarvog, en skipulag hans hefur líka sína galla. Grafarvogur er dreift hverfi, langar vegalendir eru milli hverfishluta. Stórar umferðaræðar skera hverfið í sundur og mikil fækkun íbúa á vissu aldursbili er staðreynd. Í umræðuna undanfarið hefur vantar inn mikilvægan þátt. Hvað þarf gott hverfi til að þrífast, til að hverfi sé sjálfbært um íbúa þannig að hringrás lífsins innan hverfisins sé eðlileg, að jafnvægi ríki á milli aldurshópa barna, ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks? Jafnvægi lykill að sterku, sjálfbæru hverfi Að mörgu er að huga þegar hverfi eldast, verða gróin og fögur. Til að hverfi sé sjálfbært er einn af lykilþáttunum að jafnvægi sé í aldursdreifingu. Uppbygging nýs húsnæðis í grónum hverfum eins og Breiðholti og Grafarvogi er lykill að því að ná jafnvægi. Því ójafnvæginu fylgja vandamál. Of mörg börn eða of fá börn geta leitt til breytinga á skólahverfum og skólastarfsemi, það sama á við um þjónustu við eldra fólk. Ef einn aldurshópur vex umfram annan þá raskast jafnvægið, til verður ójafnvægi á þörf fyrir fjölbreytta þjónustu þeirra hópa sem um ræðir og fjölskyldur þeirra. Ein af birtingarmyndum þessa var uppstokkun á grunnskólum í Grafarvogi vegna fámennra árganga barna, sem var gerð í mikill óþökk íbúa, kostaði átök og deilur fyrst eftir hrun og svo aftur fyrir tæpum 8 árum. Fámennir árgangar og mikil fækkun barna getur leitt af sér skólaumhverfi sem fagfólk vill síður starfa í. Fjölmennir árgangar og sterkir skólar ýta undir fjölbreytni í námsframboði, vali og laða að sér öflugt fagfólk því í krafti fjöldans þrífst margbreytileikinn. Út frá rekstrarlegum sjónarmiðum eru fámennir skólar hlutfallslega dýrari í rekstri. Það er áhugavert að skoða aldursdreifingu í gögnum Hagstofunnar um íbúaþróun í Grafarvogi yfir tæplega 30 ára tímabil. Mikil fækkun barna, ungmenna og ungs fólks. Ungt fólk virðist ekki ná eða vilja setjast að í hverfinu á meðan að miðaldra fólki og eldra fólki fjölgar. Hvers vegna er svona fátt ungt barnafólk að setjast að í hverfinu? Færri börn og ungmenni - fjölgun eldra fólks Mjög mikilvæg uppbygging mun eiga sér stað inná við, ekki bara í Grafarvogi heldur líka í Breiðholti. Eitt af markmiðunum með þéttingu byggðar er að laða ungt fólk og fyrstu kaupendur inn í hverfin - skapa aðstæður þannig að ungt fólk geti sest að í grónu hverfi með ungana sína, nýtt leikskóla, skóla og skipulegt íþrótta- og tómstundastarf. Festa rætur í gegnum tengsl við annað fólk sem býr í hverfinu. Stækkandi fjölskyldur þurfa að stækka við sig í stærra húsnæði. Það getur verið flókið ef það vantar fjölskylduhúsnæði. Til að losa um það, þá þarf uppbyggingu fyrir næstu kynslóðir miðaldra og eldra fólks sem enn býr í fjölskylduhúsinu, líður vel í sínu hverfi en gæti hugsað sér að minnka við sig. Fjölskylduhúsin í Grafarvogi eru nefnilega mörg orðin að foreldrahúsum, ungar hafa vaxið úr grasi, eru fluttir að heiman og orðnir sjálfstæðir einstaklingar. Langflest vilja eldast í sínu hverfi, innan um gamalt vinafólk og nágranna en vilja minnka við sig, nenna ekki skyldum við foreldrahúsið lengur, vilja losa fjármagn og verja tímanum í heilsueflingu og ferðalög. Fyrir þetta fólk þarf að byggja – svo yngra fólkið geti tekið yfir fjölskylduhúsin og börn þeirra fyllt skólana, íþróttahúsin og leiksvæðin. Sorgleg afstaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar Í ljósi alls þessa hefur verið sorglegt að sjá og heyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tala gegn húsnæðisuppbygginu í Grafarvogi í stað þess að mæla með henni, og tala fyrir henni. Útskýra augljósa þörfina. Hverfið þarf meira jafnvægi til að laða að sér ungt fólk, fyrstu kaupendur og skapa aðstæður fyrir eldra fólk að losa um sínar eignir, minnka við sig og fara að leika sér. Stundum segja myndir meira en mörg orð, en á myndinni hér að ofan má sjá hvernig aldursdreifing íbúa í hverfinu hefur breyst, börnum og ungu fólki hefur fækkað mikið á meðan miðaldra fólk og eldra fólki fjölgar. Þétting byggðar mun bæta Grafarvog á margan hátt. Á sama tíma talar Sjálfstæðisflokkurinn gegn blómlegra mannlífi, fjölbreyttari þjónustu og atvinnustarfsemi og betri nýtingu samfélagslegra innviða í eigu borgarbúa. Styrking Grafarvogs innan frá stuðlar að mikilvægri hringrás fasteignamarkaðar innan hverfis fyrir ólíka hópa sem aftur styður við sjálfbært hverfi, Grafarvog framtíðarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er margt frábært við Grafarvog, en skipulag hans hefur líka sína galla. Grafarvogur er dreift hverfi, langar vegalendir eru milli hverfishluta. Stórar umferðaræðar skera hverfið í sundur og mikil fækkun íbúa á vissu aldursbili er staðreynd. Í umræðuna undanfarið hefur vantar inn mikilvægan þátt. Hvað þarf gott hverfi til að þrífast, til að hverfi sé sjálfbært um íbúa þannig að hringrás lífsins innan hverfisins sé eðlileg, að jafnvægi ríki á milli aldurshópa barna, ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks? Jafnvægi lykill að sterku, sjálfbæru hverfi Að mörgu er að huga þegar hverfi eldast, verða gróin og fögur. Til að hverfi sé sjálfbært er einn af lykilþáttunum að jafnvægi sé í aldursdreifingu. Uppbygging nýs húsnæðis í grónum hverfum eins og Breiðholti og Grafarvogi er lykill að því að ná jafnvægi. Því ójafnvæginu fylgja vandamál. Of mörg börn eða of fá börn geta leitt til breytinga á skólahverfum og skólastarfsemi, það sama á við um þjónustu við eldra fólk. Ef einn aldurshópur vex umfram annan þá raskast jafnvægið, til verður ójafnvægi á þörf fyrir fjölbreytta þjónustu þeirra hópa sem um ræðir og fjölskyldur þeirra. Ein af birtingarmyndum þessa var uppstokkun á grunnskólum í Grafarvogi vegna fámennra árganga barna, sem var gerð í mikill óþökk íbúa, kostaði átök og deilur fyrst eftir hrun og svo aftur fyrir tæpum 8 árum. Fámennir árgangar og mikil fækkun barna getur leitt af sér skólaumhverfi sem fagfólk vill síður starfa í. Fjölmennir árgangar og sterkir skólar ýta undir fjölbreytni í námsframboði, vali og laða að sér öflugt fagfólk því í krafti fjöldans þrífst margbreytileikinn. Út frá rekstrarlegum sjónarmiðum eru fámennir skólar hlutfallslega dýrari í rekstri. Það er áhugavert að skoða aldursdreifingu í gögnum Hagstofunnar um íbúaþróun í Grafarvogi yfir tæplega 30 ára tímabil. Mikil fækkun barna, ungmenna og ungs fólks. Ungt fólk virðist ekki ná eða vilja setjast að í hverfinu á meðan að miðaldra fólki og eldra fólki fjölgar. Hvers vegna er svona fátt ungt barnafólk að setjast að í hverfinu? Færri börn og ungmenni - fjölgun eldra fólks Mjög mikilvæg uppbygging mun eiga sér stað inná við, ekki bara í Grafarvogi heldur líka í Breiðholti. Eitt af markmiðunum með þéttingu byggðar er að laða ungt fólk og fyrstu kaupendur inn í hverfin - skapa aðstæður þannig að ungt fólk geti sest að í grónu hverfi með ungana sína, nýtt leikskóla, skóla og skipulegt íþrótta- og tómstundastarf. Festa rætur í gegnum tengsl við annað fólk sem býr í hverfinu. Stækkandi fjölskyldur þurfa að stækka við sig í stærra húsnæði. Það getur verið flókið ef það vantar fjölskylduhúsnæði. Til að losa um það, þá þarf uppbyggingu fyrir næstu kynslóðir miðaldra og eldra fólks sem enn býr í fjölskylduhúsinu, líður vel í sínu hverfi en gæti hugsað sér að minnka við sig. Fjölskylduhúsin í Grafarvogi eru nefnilega mörg orðin að foreldrahúsum, ungar hafa vaxið úr grasi, eru fluttir að heiman og orðnir sjálfstæðir einstaklingar. Langflest vilja eldast í sínu hverfi, innan um gamalt vinafólk og nágranna en vilja minnka við sig, nenna ekki skyldum við foreldrahúsið lengur, vilja losa fjármagn og verja tímanum í heilsueflingu og ferðalög. Fyrir þetta fólk þarf að byggja – svo yngra fólkið geti tekið yfir fjölskylduhúsin og börn þeirra fyllt skólana, íþróttahúsin og leiksvæðin. Sorgleg afstaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar Í ljósi alls þessa hefur verið sorglegt að sjá og heyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tala gegn húsnæðisuppbygginu í Grafarvogi í stað þess að mæla með henni, og tala fyrir henni. Útskýra augljósa þörfina. Hverfið þarf meira jafnvægi til að laða að sér ungt fólk, fyrstu kaupendur og skapa aðstæður fyrir eldra fólk að losa um sínar eignir, minnka við sig og fara að leika sér. Stundum segja myndir meira en mörg orð, en á myndinni hér að ofan má sjá hvernig aldursdreifing íbúa í hverfinu hefur breyst, börnum og ungu fólki hefur fækkað mikið á meðan miðaldra fólk og eldra fólki fjölgar. Þétting byggðar mun bæta Grafarvog á margan hátt. Á sama tíma talar Sjálfstæðisflokkurinn gegn blómlegra mannlífi, fjölbreyttari þjónustu og atvinnustarfsemi og betri nýtingu samfélagslegra innviða í eigu borgarbúa. Styrking Grafarvogs innan frá stuðlar að mikilvægri hringrás fasteignamarkaðar innan hverfis fyrir ólíka hópa sem aftur styður við sjálfbært hverfi, Grafarvog framtíðarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun