Körfubolti

Fjögur lið sýnt LeBron á­huga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James verður eftirsóttur af félögum í NBA-deildinni en Lakers virðist vilja losna við hann.
LeBron James verður eftirsóttur af félögum í NBA-deildinni en Lakers virðist vilja losna við hann. vísir/getty

Það virðist vera tímaspursmál hvenær LeBron James yfirgefur herbúðir LA Lakers og verður áhugavert að sjá hvar hann endar.

Að minnsta kosti fjögur lið hafa sett sig í samband við umboðsmann James, Rich Paul, og lýst yfir áhuga á viðræðum við NBA-stjörnuna.

Ekki hefur lekið út hvaða fjögur lið er hér um að ræða.

Paul segir að James hafi ekkert rætt við sig um að fara í annað félag. Hann tekur þó fram að James muni eingöngu hafa áhuga á félögum sem eiga möguleika að berjast um titilinn.

James er með góðan samning við Lakers en þar er ákvæði um að hann þurfi að samþykkja skipti til annars félags. Lakers getur því ekki bara sent hann hvert sem er.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×