Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2025 11:34 Mótmælt verður frá hádegi við lokunarpóstinn við Bláalónsveg. Vilhelm/aðsend Gistihúsaeigandi í Grindavík hefur efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík. Tilefni mótmælanna segir hún mismunun stjórnvalda á hendur ferðaþjónustunni í Grindavík. „Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur?“ skrifar Dagmar Valsdóttir eigandi Grindavík Guesthouse í skoðunargrein sem birt var á Vísi í morgun. „Mismunun án skýringa“ Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, ákvað í gær að opna fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Fram kom í tilkynningu að íbúar og starfsfólk fyrirtækja dvelji í bænum á eigin ábyrgð en öðrum er ekki heimilt að fara inn í Grindavík. Líkt og fyrr segir er almenningi þó heimilaður aðgangur að Bláa lóninu og Northern Light inn hótelinu við Svartsengi. Dagmar furðar sig á þeim ráðstöfunum í ljósi þess að Svartsengi er nær eldgosinu sem hófst í gærnótt heldur en Grindavík. Kortið sýnir sprungurnar við Sundhnúksgígaröðina.Vísir Að því tilefni hefur hún efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík, sem einmitt er staðsettur við Bláa lónið. Hún er meðal starfsmanna ferðaþjónustunnar sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna lokana tengdum eldsumbrotum á Reykjanesskaga. „Við finnum fyrir mismunun án skýringa. Við sendum tölvupósta, spyrjum spurninga, leitum upplýsinga en enginn svarar,“ skrifar Dagmar í greininni. Í samtali við fréttastofu segist hún vona að sem flestir sjái sér fært að mæta á mótmælin, sem hefjast klukkan tólf, og krefjast breytinga. Hún segist sýna því skilning þegar bærinn er rýmdur í upphafi eldgoss en skilur ekki hvers vegna lokanir standa yfir jafn lengi og þær gera. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem okkur hefur verið mismunað. Við erum auðvitað mjög ánægð að Bláa lónið opni en við skiljum ekki af hverju við megum ekki opna líka,“ segir Dagmar og bendir á að án ferðamanna í Grindavík sé ekki hægt að reka ferðaþjónustufyrirtæki. „Við þurfum stanslaust að berjast fyrir því að geta haldið áfram. Ríkisstjórnin vill ekki hjálpa okkur, þau eru búin að kötta á allt. Hvernig eigum við að geta haldið áfram þegar það er alltaf verið að koma í veg fyrir að við getum það? Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er alvarlegt. Og það tekur enginn ábyrgð.“ Lokanir „bjánalegar“ Fleiri fyrirtækjaeigendur í ferðaþjónustunni hafa gagnrýnt aðgerðir stjórnvalda á tímum eldgosa. Gylfi Arnar Ísleifsson eigandi pítsustaðarins Papas í Grindavík var ómyrkur í máli þegar fréttamaður náði tali af honum í gær. Hann sagðist hafa orðið fyrir miklu tjóni en hann á bæði veitingastað og gistihús í bænum. Í dag þurfi hann að endurgreiða fjölda fólks sem ætlaði að gista í bænum vegna lokunarinnar. Þá sagðist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið hafi verið að loka bænum, gosið sé í góðri fjarlægð frá Grindavík og gasmengun hafi einungis mælst í Reykjanesbæ. Gylfi er meðal fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem hafa orðið fyrir tjóni þegar bænum hefur verið lokað. Vísir/Bjarni „Og hvað eru þeir að gera núna? Þeir vita hvar gosið er, loftgæðin eru vond hinum megin og hvað gera þeir? Loka Grindavík?“ sagði Gylfi. „Girðið ykkur í brók, Veðurstofa og Almannavarnir.“ Grindavík Ferðaþjónusta Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. 16. júlí 2025 19:18 Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. 16. júlí 2025 14:41 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
„Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur?“ skrifar Dagmar Valsdóttir eigandi Grindavík Guesthouse í skoðunargrein sem birt var á Vísi í morgun. „Mismunun án skýringa“ Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, ákvað í gær að opna fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Fram kom í tilkynningu að íbúar og starfsfólk fyrirtækja dvelji í bænum á eigin ábyrgð en öðrum er ekki heimilt að fara inn í Grindavík. Líkt og fyrr segir er almenningi þó heimilaður aðgangur að Bláa lóninu og Northern Light inn hótelinu við Svartsengi. Dagmar furðar sig á þeim ráðstöfunum í ljósi þess að Svartsengi er nær eldgosinu sem hófst í gærnótt heldur en Grindavík. Kortið sýnir sprungurnar við Sundhnúksgígaröðina.Vísir Að því tilefni hefur hún efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík, sem einmitt er staðsettur við Bláa lónið. Hún er meðal starfsmanna ferðaþjónustunnar sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna lokana tengdum eldsumbrotum á Reykjanesskaga. „Við finnum fyrir mismunun án skýringa. Við sendum tölvupósta, spyrjum spurninga, leitum upplýsinga en enginn svarar,“ skrifar Dagmar í greininni. Í samtali við fréttastofu segist hún vona að sem flestir sjái sér fært að mæta á mótmælin, sem hefjast klukkan tólf, og krefjast breytinga. Hún segist sýna því skilning þegar bærinn er rýmdur í upphafi eldgoss en skilur ekki hvers vegna lokanir standa yfir jafn lengi og þær gera. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem okkur hefur verið mismunað. Við erum auðvitað mjög ánægð að Bláa lónið opni en við skiljum ekki af hverju við megum ekki opna líka,“ segir Dagmar og bendir á að án ferðamanna í Grindavík sé ekki hægt að reka ferðaþjónustufyrirtæki. „Við þurfum stanslaust að berjast fyrir því að geta haldið áfram. Ríkisstjórnin vill ekki hjálpa okkur, þau eru búin að kötta á allt. Hvernig eigum við að geta haldið áfram þegar það er alltaf verið að koma í veg fyrir að við getum það? Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er alvarlegt. Og það tekur enginn ábyrgð.“ Lokanir „bjánalegar“ Fleiri fyrirtækjaeigendur í ferðaþjónustunni hafa gagnrýnt aðgerðir stjórnvalda á tímum eldgosa. Gylfi Arnar Ísleifsson eigandi pítsustaðarins Papas í Grindavík var ómyrkur í máli þegar fréttamaður náði tali af honum í gær. Hann sagðist hafa orðið fyrir miklu tjóni en hann á bæði veitingastað og gistihús í bænum. Í dag þurfi hann að endurgreiða fjölda fólks sem ætlaði að gista í bænum vegna lokunarinnar. Þá sagðist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið hafi verið að loka bænum, gosið sé í góðri fjarlægð frá Grindavík og gasmengun hafi einungis mælst í Reykjanesbæ. Gylfi er meðal fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem hafa orðið fyrir tjóni þegar bænum hefur verið lokað. Vísir/Bjarni „Og hvað eru þeir að gera núna? Þeir vita hvar gosið er, loftgæðin eru vond hinum megin og hvað gera þeir? Loka Grindavík?“ sagði Gylfi. „Girðið ykkur í brók, Veðurstofa og Almannavarnir.“
Grindavík Ferðaþjónusta Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. 16. júlí 2025 19:18 Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. 16. júlí 2025 14:41 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. 16. júlí 2025 19:18
Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. 16. júlí 2025 14:41