Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 12:15 Almenn andstaða virðist vera meðal þjóðarinnar við sjókvíaeldi. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Könnunin var gerð af Gallup dagana 3. til 17. júlí og svöruðu 936 en könnunin var framkvæmd fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. 13,5 prósent svarenda sögðust vera jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og um 22 prósent ekki hafa skoðun á málinu. 64,1 prósent svarenda sögðust neikvæð gangvart sjókvíaeldi. „Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Kjósendur Norðausturkjördæmis neikvæðastir Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, menntunarstigi og aldri - þó fólk yfir sjötugu sé jákvæðast gagnvart eldinu. Nokkurn mun má greina milli kjósenda ákveðinna kjördæma. Jákvæðastir eru kjósendur Norðvesturkjördæmis, en þar er sjókvíaeldi stundað á nokkrum stöðum, sér í lagi á Vestfjörðum. Í kjördæminu segjast 33 prósent jákvæð en 49 prósent eru neikvæð. Tíu prósent kjósenda Norðausturkjördæmis líta jákvæðum augum á sjókvíaeldi en 67 prósent eru mótfallin því. „Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ Breiður stuðningur við að koma skikk á iðnaðinn Þá eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna mjög mótfallnir eldinu, andstaðan mælsti milli 70 og 80 prósenta. Jákvæðastir eru kjósendur Sjálfstæðisflokks, en 35 prósent eru jákvæðir gagnvart eldinu, kjósendur Miðflokks, þar sem 29 prósent eru jákvæð, og kjósendur Framsóknarflokks, þar sem 28 prósent styðja eldið. Sextíu prósent svarenda segjast vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum en 20,7 prósent vilja leyfa eldið. „Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón. „Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“ Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Skoðanakannanir Fiskeldi Tengdar fréttir Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32 Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10 Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira
Könnunin var gerð af Gallup dagana 3. til 17. júlí og svöruðu 936 en könnunin var framkvæmd fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. 13,5 prósent svarenda sögðust vera jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og um 22 prósent ekki hafa skoðun á málinu. 64,1 prósent svarenda sögðust neikvæð gangvart sjókvíaeldi. „Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Kjósendur Norðausturkjördæmis neikvæðastir Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, menntunarstigi og aldri - þó fólk yfir sjötugu sé jákvæðast gagnvart eldinu. Nokkurn mun má greina milli kjósenda ákveðinna kjördæma. Jákvæðastir eru kjósendur Norðvesturkjördæmis, en þar er sjókvíaeldi stundað á nokkrum stöðum, sér í lagi á Vestfjörðum. Í kjördæminu segjast 33 prósent jákvæð en 49 prósent eru neikvæð. Tíu prósent kjósenda Norðausturkjördæmis líta jákvæðum augum á sjókvíaeldi en 67 prósent eru mótfallin því. „Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ Breiður stuðningur við að koma skikk á iðnaðinn Þá eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna mjög mótfallnir eldinu, andstaðan mælsti milli 70 og 80 prósenta. Jákvæðastir eru kjósendur Sjálfstæðisflokks, en 35 prósent eru jákvæðir gagnvart eldinu, kjósendur Miðflokks, þar sem 29 prósent eru jákvæð, og kjósendur Framsóknarflokks, þar sem 28 prósent styðja eldið. Sextíu prósent svarenda segjast vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum en 20,7 prósent vilja leyfa eldið. „Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón. „Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“
Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Skoðanakannanir Fiskeldi Tengdar fréttir Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32 Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10 Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira
Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32
Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10
Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30