Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Getty/Chip Somodevilla Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira