Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:00 Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun