Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:02 Einn eldislaxanna sem veiddist í Haukadalsá í nótt. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50